Fara í efni

Aðalgata 16 (Kaffi Krókur) - ósk um lækkun fasteignagjalda

Málsnúmer 0806072

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 439. fundur - 01.07.2008

Lagt fram erindi frá Videosport ehf, núverandi eiganda fasteignarinnar Aðalgötu 16 (Kaffi Krókur), þar sem óskað er eftir lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda á meðan endurbætur á húsinu standa yfir.
Byggðaráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið nánar vegna endurgerðar hússins, en sveitarfélaginu er ekki heimilt að lækka eða fella niður fasteignaskatta.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 468. fundur - 05.03.2009

Málið áður á dagskrá 439. fundi byggðarráðs. Eigandi fasteignarinnar Aðalgötu 16 óskar eftir lækkun eða niðurfellingu fasteignagjalda á meðan endurbætur á húsinu standa yfir.
Byggðarráð samþykkir að veita styrk skv. 5. gr. reglna sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Upphæð styrksins nemur 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2008.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 468. fundar byggðarráðs staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.