Fara í efni

Fundir sveitarstjórna með fjárlaganefnd haust 2008

Málsnúmer 0809002

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 2. fundur - 03.09.2008

Sótt verður um fund með fjárlaganefnd í september. Sviðsstjórum falið að koma til sveitarstjóra upplýsingar um þau verkefni sem þeir vilja að byggðarráð leggi áherslu á þegar það hittir nefndina.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 444. fundur - 04.09.2008

Lagt fram bréf frá fjárlaganefnd Alþingis, dagsett 28. ágúst 2008 varðandi fundi sveitarstjórna með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2008.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir tíma hjá fjárlaganefnd 29. september nk.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008

Afgreiðsla 444. fundar byggðarráðs staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 4. fundur - 17.09.2008

Sveitarstjóri óskar eftir að sviðsstjórar fylgi eftir erindum til fjárlaganefndarinnar og fylli út formlegar umsóknir til nefndarinnar á þar til gerðu umsóknareyðublaði, þar sem það á við. Það útilokar ekki að sótt sé um í aðra sjóði og er hvatt til þess. T.d. Hús frítímans sæki um í framkvæmdasjóð aldraðra og evrópska sjóði.