Skógarstígur í Varmahlíð - jarðvegsskipti og lagnir - opnun tilboða
Málsnúmer 0809010
Vakta málsnúmerUmhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 32. fundur - 08.09.2008
Skógarstígur í Varmahlíð jarðvegsskipti og lagnir. Opnun tilboða. Miðvikudaginn 3. september 2008 voru opnuð, á skrifstofu tæknideildar í Ráðhúsinu, tilboð í jarðvegsskipti og lagnir í Skógarstíg í Varmahlíð. Verkið var boðið út í lokuðu útboði. Þrjú tilboð bárust. Eftir yfirferð tilboða eru tilboðsupphæðir eftirfarandi. Frá Steypustöð Skagafjarðar kr. 5.075.500.- Frá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar kr. 5.113.300.- og frá Firði ehf. kr. 7.279.000.- Kostnaðaráætlun var kr. 5.093.000. Verkið er á fjárhagsáætlun 2008. Samþykkt að ganga til samninga við Steypustöð Skagafjarðar á grundvelli tilboðs þeirra.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 232. fundur - 09.09.2008
Afgreiðsla 32. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 232. fundi sveitarstjórnar 09.09.08 með níu atkvæðum.