Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Skógarstígur í Varmahlíð - jarðvegsskipti og lagnir - opnun tilboða
Málsnúmer 0809010Vakta málsnúmer
Skógarstígur í Varmahlíð jarðvegsskipti og lagnir. Opnun tilboða. Miðvikudaginn 3. september 2008 voru opnuð, á skrifstofu tæknideildar í Ráðhúsinu, tilboð í jarðvegsskipti og lagnir í Skógarstíg í Varmahlíð. Verkið var boðið út í lokuðu útboði. Þrjú tilboð bárust. Eftir yfirferð tilboða eru tilboðsupphæðir eftirfarandi. Frá Steypustöð Skagafjarðar kr. 5.075.500.- Frá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar kr. 5.113.300.- og frá Firði ehf. kr. 7.279.000.- Kostnaðaráætlun var kr. 5.093.000. Verkið er á fjárhagsáætlun 2008. Samþykkt að ganga til samninga við Steypustöð Skagafjarðar á grundvelli tilboðs þeirra.
2.Gangstígur og órækt norðan Túnahverfis
Málsnúmer 0808039Vakta málsnúmer
Gangstígar í Túnahverfi. Lagður fram undirskriftalisti frá 174 íbúum í Túnahverfi, þar sem þess er farið á leit að varanlega verði gengið frá gönguleið, sem liggur norðan Túnahverfis að steyptri gangstétt á Skagfirðingabraut. Einnig lögð fram bókun byggðarráðs frá 21. ágúst sl. þar sem Byggðarráð tekur undir athugasemdir íbúanna og leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að gera ráð fyrir auknum fjármunum til umhverfismála, m.a. stígagerðar, við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Nefndin tekur undir bókun byggðarráðs og samþykkt er að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
3.Hólmagrund - erindi frá íbúum v.hraðaksturs
Málsnúmer 0806016Vakta málsnúmer
Hólmagrund ? hraðakstur. Lagður fram undirskriftarlisti fá íbúum við Hólmagrund þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af meintum hraðakstri um götuna. Rætt var almennt um umferðarmerkingar og umferðarhraða. Samþykkt að skoða málið í stærra samhengi í samráði við lögregluna.
4.Leikvellir í Sveitarfélaginu
Málsnúmer 0809011Vakta málsnúmer
Leikvellir á Sauðárkróki. Lögð fram til kynningar skýrsla um aðalskoðun leikvalla á Sauðárkróki unnið af BSI á Íslandi. Skoðunin er framkvæmd samkvæmt reglugerð 942/2002. Ákveðið að fara yfir málið á næsta fundi.
Fundi slitið - kl. 09:00.