Skólagata 146653, Höfðaborg - Umsókn um uppsetningu á fjarskiptamastri.
Málsnúmer 0809012
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 154. fundur - 10.09.2008
Skólagata 146653, Höfðaborg - Umsókn um uppsetningu á fjarskiptamastri. Karl Jónsson verkefnastjóri fh. Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 sækir með bréfi dagsettu 19. ágúst sl., um leyfi til að setja upp búnað á félagsheimilið Höfðaborg. Búnaðurinn er ætlaður til að taka á móti merkjum og dreifa til notenda og til að fæða ljósleiðarakerfi Gagnaveitunnar á Hofsósi. Fyrir liggur samþykki húseiganda. Erindið samþykkt.