Fara í efni

Syðri-Hofdalir land (217322) - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 0810020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 156. fundur - 08.10.2008

Syðri-Hofdalir land (217322) - Umsókn um landskipti. Trausti Kristjánsson kt, 070153-2709 eigandi jarðarinnar Syðri-Hofdala, landnúmer 146421 og eigendur fjárhúsa sem standa á framangreindri jörð og byggð voru árið 2004, matshluti 18 með fastanúmerið 227-4644, Atli Már Traustason kt, 211273-5189 og Ingibjörg Klara Helgadóttir kt, 240575-5669, sækja með bréfi dagsettu 5.10. sl. um, með vísan til IV og V kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:

1.
Skipta 39.677,0 m² landi út úr framangreindri jörð.
Á landinu sem um ræðir standa framangreind fjárhús. Landið er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits og afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 2. október 2008, gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki nr. 7213, nr. S-110.

2.
Einnig er óskað heimildar til að stofna lögbýli á 39.677,0 m² landinu sem verið er að skipta út úr jörðinni og fengið hefur landnúmerið 217322.

Fyrir liggur umsögn Héraðsráðunautar dags, 2.7.2008, afrit af byggingarbréfi dags, 30.12.1993, Þinglýsingarvottorð fyrir landnúmerin 146421 og 174761.
Á meðfylgjandi framangreindum uppdrætti er einnig skilgreind lóð sem stofnuð var árið 1995 samkvæmt meðfylgjandi þinglýstum lóðarleigusamningi sem dagsettur er 24.7.1995 og hefur lóðin landnúmerið 174761. Á þeirri lóð stendur einbýlishús og bílskúr með fastanúmerið 224-8650.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008

Afgreiðsla 156. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.