Fara í efni

Hesthúsahverfið við Flæðagerði

Málsnúmer 0901032

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 463. fundur - 15.01.2009

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta þar sem ítrekaðar eru óskir félagsins um úrbætur í hesthúsahverfinu við Flæðagerði varðandi s.s. lýsingu, gatnakerfi, snjómokstur.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til úrlausnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 241. fundur - 29.01.2009

Afgreiðsla 463. fundar byggðarráðs staðfest á 241. fundi sveitarstj. 29.01.09 með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 40. fundur - 25.02.2009

Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta dagsett 11. janúar 2009 þar sem ítrekaðar eru óskir félagsins um úrbætur í hesthúsahverfinu við Flæðagerði varðandi lýsingu, gatnakerfi og snjómokstur. Á fundi Byggðarráðs 15. janúar sl var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrlausnar. Guðmundur Sveinsson kom til fundar við nefndina vegna þessa erindis.Guðmundur lagði áherslu á að í þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar og viðhalds svæðisins. Á fjárhagsáætlun þessa árs er áætlað að veita 5 milljónum til gatnagerðar á svæðinu. Þá er áformað að fara í vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 40. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.