Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hesthúsahverfið við Flæðagerði
Málsnúmer 0901032Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Léttfeta dagsett 11. janúar 2009 þar sem ítrekaðar eru óskir félagsins um úrbætur í hesthúsahverfinu við Flæðagerði varðandi lýsingu, gatnakerfi og snjómokstur. Á fundi Byggðarráðs 15. janúar sl var erindinu vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrlausnar. Guðmundur Sveinsson kom til fundar við nefndina vegna þessa erindis.Guðmundur lagði áherslu á að í þriggja ára fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins verði gert ráð fyrir fjármunum til uppbyggingar og viðhalds svæðisins. Á fjárhagsáætlun þessa árs er áætlað að veita 5 milljónum til gatnagerðar á svæðinu. Þá er áformað að fara í vinnu við gerð nýs deiliskipulags fyrir svæðið.
2.Skagafjarðarhafnir-Suðurgarður Sauðárkrókshöfn
Málsnúmer 0807034Vakta málsnúmer
Jón Örn gerði grein fyrir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Suðurgarð, sem ganga samkvæmt áætlun.
3.Skagafjarðarhafnir - Sauðárkrókshöfn- stálþil - viðhald
Málsnúmer 0902074Vakta málsnúmer
Stálþil Sauðárkrókshöfn. Samþykkt að láta mynda stálþilin til að skoða ástand þeirra.
4.Skagafjarðarhafnir ? óveðurstjón
Málsnúmer 0811015Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá Siglingastofnun um skemmdir sem urðu í Haganesvík, á Hofsósi og Sauðárkróki af völdum sjógangs þann 24 október 2008. Þar kemur fram skoðun Siglingastofnunarmanna að ekki sé nauðsyn að fara strax í að byggja sandfangara upp í fyrra horf. Hagkvæmast sé að viðgerð fari fram um leið og sandfangari verður lengdur. Lenging sandfangara er nú á áætlun 2010.
5.Reglugerð um raf- og rafeindatækjaúrgang
Málsnúmer 0902075Vakta málsnúmer
Um áramótin síðustu tóku gildi ákvæði laga um ábyrgð framleiðanda og innflytjenda raf- og rafeindatækja á meðhöndlun raf- og raftækjaúrgangs. Reglugerð um raf- og raftækjaúrgang lögð fram.
6.Minnisblað - reiðvegamál
Málsnúmer 0902076Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Páls Dagbjartssonar varðandi reiðvegi og reiðvegamál í Skagafirði. Hvetur Páll til að Sveitarfélagið skipi starfshóp t.d. þriggja manna, sem hefði það verkefni að yfirfara reiðvegamál í héraðinu og gera tillögur til úrbóta. Óskar Páll eftir að umhverfis- og samgöngunefnd hafi forgöngu um það mál. Umhverfis- og samgöngunefnd telur ekki ástæðu til að Sveitarfélagið hafi forgöngu um stofnun slíks vinnuhóps. Eðlilegra sé að hagsmunaaðilarnir sjálfir komi sér saman og myndi slíkan hóp. Umhverfis- og samgöngunefnd bendir á að í tillögum að Aðalskipulagi Skagafjarðar er tillaga að reiðvegakerfi um héraðið.
Fundi slitið - kl. 10:00.