Fara í efni

Tillaga vegna byggingar leikskóla við Árkíl, Skr.

Málsnúmer 0902063

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 467. fundur - 19.02.2009

Lögð fram tillaga Bjarna Jónssonar, Vg vegna byggingar leikskóla við Árkíl, Sauðárkróki.
"Í Sveitarstjórnarlögum 65. gr. segir eftirfarandi ?Hyggist sveitarstjórn ráðast í fjárfestingu og áætlaður heildarkostnaður eða hlutur sveitarfélagsins í henni nemur hærri fjárhæð en fjórðungi skatttekna yfirstandandi reikningsárs er skylt að leggja fyrir sveitarstjórn umsögn sérfróðs aðila um kostnaðaráætlunina, væntanleg áhrif hennar á fjárhagsafkomu sveitarsjóðs á fyrirhuguðum verktíma og áætlun um árlegan rekstrarkostnað fyrir sveitarsjóð, sé um hann að ræða. Jafnframt skal gerð grein fyrir því hvernig framkvæmdin samræmist þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.? Þann 5. febrúar þegar þetta er ritað hefur ekki enn verið lögð fram eða óskað eftir slíkri umsögn fyrir sveitarfélagið vegna leikskólabyggingar við Árkíl. Lagt er til að það verði gert hið fyrsta svo slík greinargerð geti legið fyrir áður en ráðist verður í frekari skuldbindingar vegna verksins og til þess að vöntun á slíkri úttekt verði ekki til að tefja verkið að öðrum skilyrðum uppfylltum.
Bjarni Jónsson, VG"

Tillaga Bjarna er felld með tveimur atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Sjálfstæðisflokks.

Bókun lögð fram af meirihluta byggðarráðs: "Tillaga fulltrúa Vinstri grænna er ótímabær. Ljóst er að lánakjör þau sem sveitarfélagið væntanlega fær mun hafa afgerandi áhrif á heildarkostnað verksins og um leið á umsögn þá sem kveðið er á um í 65.gr. sveitarstjórnarlaga. Þau lánakjör liggja ekki fyrir og því mjög hæpið að leggja slíka umsögn fyrir á þessum tímapunkti. Fyrir liggur ákvörðun meirihlutans um að kalla eftir umsögn þegar fjármögnun, lánakjör og heildarkostnaður liggur fyrir. Þá er rétt að taka fram að slík umsögn er kostnaðarsöm og því ekki rétt að leggja í slíkan kostnað fyrr en fyrir liggur hvernig fjármögnun verður háttað.
Meirihluti byggðaráðs telur því ekki tímabært að gera slíka úttekt."
Bjarni Jónsson leggur fram svohljóðandi bókun: "Úttekt sem þessi þolir ekki frekari bið og er forsenda fyrir frekari undirbúningi framkvæmda. Þessi meðferð tillögunnar kemur því á óvart og getur jafnvel tafið fyrir verkinu. Að fenginni úttekt er hægt að meta og taka ákvarðanir um næstu skref. Meirihlutinn hefur ákveðið að láta vaða á súðum í þessu máli líkt og ýmsum öðrum."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Úlfar Sveinsson VG lýsti samþykki við tillögu Bjarna Jónssonar í fundargerð Byggðarráðs.
Afgreiðsla 467. fundar byggðarráðs staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með fimm atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og fulltrúi VG óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu málsins.