Fara í efni

Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 192. mál.

Málsnúmer 0903010

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 468. fundur - 05.03.2009

Lagður fram tölvupóstur frá umhverfisnefnd Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013, 192. mál.
Byggðarráð gagnrýnir verklagið við gerð náttúruverndaráætlunarinnar og þann stutta umsagnartíma sem gefinn er og telur þetta ekki vera mál sem kallar á sérstaka flýtimeðferð. Byggðarráð leggur því til að afgreiðslu þingsáætlunarinnar verði frestað þar til vinnu við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma lýkur. Þeirri vinnu á að ljúka fyrir árslok 2009. Henni er ætlað að mynda grunn að áætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Ég fagna þingsályktunartillögunni en legg áherslu á að gefið sé svigrúm til nauðsynlegs samráðs um málið."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 243. fundur - 10.03.2009

Afgreiðsla 468. fundar byggðarráðs staðfest á 243. fundi sveitarstjórnar 10.03.09 með níu atkvæðum.