Fara í efni

Erindi frá Gunnari Braga Sveinssyni

Málsnúmer 0905044

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 247. fundur - 19.05.2009

Lagt fram bréf, dags. 15. maí 2009, frá Gunnari Braga Sveinssyni, fulltrúa B-lista, þar sem hann óskar eftir lausn úr Byggðarráði og Atvinnu- og ferðamálanefnd. Einnig óskar hann eftir lausn sem varamaður í Skipulags- og byggingarnefnd, varamaður í Samráðsnefnd með Akrahreppi, sem aðalmaður í stjórn Norðurár bs og sem fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Gunnar Bragi mun áfram sitja sem sveitarstjórnarfulltrúi en óskar eftir að afsala sér föstum launum sveitarstjórnarfulltrúa og taka aðeins laun fyrir setna fundi.

Til máls tók Bjarni Jónsson, fleiri ekki.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Gunnari Braga störf hans í þessum nefndum og óskar honum velfarnaðar í nýjum störfum.