Borgarmýri 3A - Fyrirspurn um breytingu lóðar og byggingarleyfi.
Málsnúmer 0907025
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 184. fundur - 04.09.2009
Málið áður á dagskrá nefndarinnar 17.júlí sl., þá ma. eftirfarandi bókað. "Lóðirnar Borgarmýri 3 og 3a verða sameinaðar samkvæmt lóðarblaði gerðu af tæknideild. Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á skiptingu húseignarinnar af fengnum aðaluppdráttum og eignaskiptayfirlýsingu sem tekur á skiptingu lóðarinnar og tekur þá afstöðu til aðkomuleiða að lóðinni." Í dag liggur fyrir erindi frá Fjólmundi Fjólmundssyni kt 041047-7399 fh. Fjólmundar ehf. 570402-3660 og Kára Birni Þorsteinssyni kt. 141174-5769 fyrir hönd KÞ. Lagna kt. 600106-2280, þar sem fram kemur að samkomulag er um nýtingu lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi skýringaruppdrætti. Í umsókninni ítreka þeir fyrri umsókn um innkeyrslu frá Víðimýri vegna fyrirhugaðrar sölu hluta eignarinnar. Einnig er óskað eftir að fá samþykkta tilfærslu á núverandi innkeyrslu. Erindið samþykkt
Borgarmýri 3A - Fyrirspurn um breytingu lóðar og byggingarleyfi. Fjólmundur Fjólmundsson kt 041047-7399 fh. Fjólmundar ehf. 570402-3660 sem er eigandi iðnaðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 3a við Borgarmýri á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 16. júlí sl., um heimild til að breyta innangerð og útliti hússins ásamt því að gera húsið að þremur séreignum. Einnig óskað eftir að gerð verði aðkoma að lóðinni nr 3a við Borgarmýri frá Víðimýri. Fyrir liggur samþykki Kára Björns Þorsteinssonar fyrir hönd KÞ. Lagna sem er eigandi þess hluta hússins sem stendur á lóðinni nr. 3 við Borgarmýri.Lóðirnar Borgarmýri 3 og 3a verða sameinaðar samkvæmt lóðarblaði gerðu af tæknideild. Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á skiptingu húseignarinnar af fengnum aðaluppdráttum og eignaskiptayfirlýsingu sem tekur á skiptingu lóðarinnar og tekur þá afstöðu til aðkomuleiða að lóðinni.