Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

180. fundur 17. júlí 2009 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gauksstaðir land (207146)Umsókn um byggingarleyfi fyri íbúðarhúsi

Málsnúmer 0907021Vakta málsnúmer

Gauksstaðir land (207146) Umsókn um byggingarleyfi. Sveinfríður Á. Jónsdóttir kt. 080765-5339 sækir með bréfi dagsettu 14.07.09., um leyfi til að byggja íbúðarhús á framangreindu landi sem hefur landnúmerið 207146. Framlagðir uppdrættir dagsettir í júlí 2009, gerðir á Teiknistofu PZ af Páli Zóphóníassyni. Erindið samþykkt.

2.Helgustaðir (146814) - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0907020Vakta málsnúmer

Helgustaðir (146814) - Umsókn um byggingarleyfi. Þorsteinn Jónsson kt. 170643-4889 sækir með bréfi dagsettu 14.07.09., um leyfi til að byggja bogaskemmu úr stáli á framangreindri jörð. Framlagðir uppdrættir dagsettir í júní 2009, gerðir á Verkfræðistofu Siglufjarðar af Þorsteini Jóhannessyni. Erindið samþykkt.

3.Brautarholt (217630) Umsókn um byggingarleyfi íbúðarhúss

Málsnúmer 0907023Vakta málsnúmer

Brautarholt (217630) Umsókn um byggingarleyfi. Svavar Haraldur Stefánsson kt. 220252-2139, og Ragnheiður G. Kolbeins kt. 180857-2739, sækja með bréfi dagsettu 14.07.09., fyrir hönd Brautarholtsbænda ehf. kt. 650407-3180 um leyfi til að byggja einbýlishús og bílskúr á framangreindu landi með landnúmerið 217630. Framlagðir uppdrættir dagsettir 12. júlí 2009, gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni kt. 200857-5269. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um umsögn Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu við Sauðárkróksbraut. Byggingarleyfi verður veitt þegar samþykki Vegagerðar og hlutaðeigandi aðila liggur fyrir.

4.Birkimelur 5 - fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0905003Vakta málsnúmer

Birkimelur 5 - fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 13. maí sl., síðastliðinn og þá meðal annars bókað. "Birkimelur 5 - fyrirspurn um byggingarleyfi. Hrafnhildur Björnsdóttir kt. 170670-3299 og Jón Magnús Katarínusson kt. 091164-5079 eigendur einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 5 við Birkimel í Varmahlíð óska með bréfi dagsettu 30. apríl sl., umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra viðbygginga og breytinga á þaki íbúðarhússins. Meðfylgjandi umsókn eru fyrirspurnaruppdrættir gerðir á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 30. apríl sl. Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið." Eigendum eftirtalinna húsa við Birkimel. nr. 3, 7, 8a, 8b, 10, 12, 14, 16 og 18 var grenndarkynnt erindið. Engar athugasemdir bárust. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framangreindar framkvæmdir og mun taka erindið til byggingarleyfisafgreiðslu þegar fullgerðir aðaluppdrættir liggja fyrir.

5.Raftahlíð 48 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0907019Vakta málsnúmer

Raftahlíð 48 - Umsókn um byggingarleyfi. Pétur Ingi Björnsson kt. 171270-5299, sækir með bréfi dagsettu 15.07.09., um leyfi til að byggja sólpall og skjólveggi á lóðinni nr. 48 við Raftahlíð ásamt því að koma fyrir setlaug á pallinum. Framlagðir uppdrættir dagsettir 9. júlí 09., gerðir af Skúla Bragasyni kt. 280272-3619. Fyrir liggur samþykki eigenda Raftahlíðar nr. 42, 44, 46 og nr. 50. Pallurinn er 2,3 metra inn á opið svæði, lóð Sveitarfélagsins. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

6.Fellstún 13 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 0906074Vakta málsnúmer

Fellstún 13 - Umsókn um byggingarleyfi. Björn Sverrisson kt 010261-3099 og Hrefna Björg Guðmundsdóttir kt 170663-5789 sækja með bréfi dagsettu 18.06.09., um leyfi til að byggja sólpall, skjólveggi og garðhús á lóðinni nr. 13 við Fellstún, ásamt því að koma fyrir setlaug á pallinum. Framlagðir uppdrættir gerðir af Birni Sverrissyni, mótteknir já byggingarfulltrúa 25. júní sl. Fyrir liggur samþykki eigenda einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 15 við Fellstún. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

7.Vindheimamelar - Umsögn um rekstrarleyfi,

Málsnúmer 0907006Vakta málsnúmer

Vindheimamelar - Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 2. júlí sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Eymundar Þórarinssonar kt. 260851-3579. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir hönd Gullhyls ehf. kt. 520705-1630, í aðstöðuhúsi á Vindheimamelum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.Hofsstaðir 146408 - Umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 0906072Vakta málsnúmer

Hofsstaðir 146408 - Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 25. júní sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Vésteins Vésteinssonar kt. 180942-4759. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir hönd Gestagarðs ehf. kt. 630609-0970, í íbúðarhúsinu að Hofsstöðum, landnúmer 216120. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9.Árgarður - Umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 0906073Vakta málsnúmer

Árgarður - Umsögn um rekstrarleyfi. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 24. júní sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Ragnheiðar Ó. Jónsdóttur kt. 60274-3929. Hún sækir um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Árgarð kt. 480475-0549. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.Hólatún 3 (143453) - breikkun innkeyrlu.

Málsnúmer 0907009Vakta málsnúmer

Hólatún 3 (143453) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Steingrímur E Felixson kt. 241262-5379 og Halldóra Hartmannsdóttir kt. 201062-5949 sækja með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 6.júlí sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 3 við Hólatún um 6 metra til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir heildarbreidd innkeyrslu 7.5 m.enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar.

11.Borgarmýri 3A - Fyrirspurn um breytingu lóðar og byggingarleyfi.

Málsnúmer 0907025Vakta málsnúmer

Borgarmýri 3A - Fyrirspurn um breytingu lóðar og byggingarleyfi. Fjólmundur Fjólmundsson kt 041047-7399 fh. Fjólmundar ehf. 570402-3660 sem er eigandi iðnaðarhúss sem stendur á lóðinni nr. 3a við Borgarmýri á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 16. júlí sl., um heimild til að breyta innangerð og útliti hússins ásamt því að gera húsið að þremur séreignum. Einnig óskað eftir að gerð verði aðkoma að lóðinni nr 3a við Borgarmýri frá Víðimýri. Fyrir liggur samþykki Kára Björns Þorsteinssonar fyrir hönd KÞ. Lagna sem er eigandi þess hluta hússins sem stendur á lóðinni nr. 3 við Borgarmýri.Lóðirnar Borgarmýri 3 og 3a verða sameinaðar samkvæmt lóðarblaði gerðu af tæknideild. Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á skiptingu húseignarinnar af fengnum aðaluppdráttum og eignaskiptayfirlýsingu sem tekur á skiptingu lóðarinnar og tekur þá afstöðu til aðkomuleiða að lóðinni.

12.Aðalgata-Skógargata ljósleiðari -

Málsnúmer 0907001Vakta málsnúmer

Aðalgata-Skógargata ljósleiðari. Arnar Halldórsson verkefnastjóri sækir fyrir hönd Gagnaveitu Skagafjarðar kt. 690506-1140 með bréfi dagsettu 16. júlí sl.,um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara í gamla bæjarhlutanum á Sauðárkróki. Fyrirhuguð lega leiðarans er sýnd á framlögðum uppdrætti. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið enda verði framkvæmd og frágangur verði unnin í fullu samráði við tæknideild Sveitarfélagsins.

13.Sauðárkrókur - Rammaskipulag

Málsnúmer 0809061Vakta málsnúmer

Sauðárkrókur - Rammaskipulag. Farið yfir drög ALTA af matslýsingu sem barst nefndinni 10.júlí síðastliðinn. Lagt fram til kynningar.

14.Fellstún 16 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0906051Vakta málsnúmer

Fellstún 16 - Umsókn um lóð. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. júní sl., þá bókað. "Vernharð Guðnason kt. 250462-7949 sækir um lóðirnar Fellstún 16 og 18 til að sameina þær og byggja á þeim einbýlishús. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að Vernharð útfæri nánar hugmyndir sínar varðandi húsgerð og nýtingu svæðisins áður en nefndin tekur erindið til afgreiðslu." Í dag liggur fyrir greinargerð Vernharðs dagsett 15.júlí sl. Samþykkt að úthluta Vernharði lóðinni. Vernharð vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

15.Fellstún 18 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 0906052Vakta málsnúmer

Fellstún 18 - Umsókn um lóð. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 18. júní sl., þá bókað. "Vernharð Guðnason kt. 250462-7949 sækir um lóðirnar Fellstún 16 og 18 til að sameina þær og byggja á þeim einbýlishús. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að Vernharð útfæri nánar hugmyndir sínar varðandi húsgerð og nýtingu svæðisins áður en nefndin tekur erindið til afgreiðslu." Í dag liggur fyrir greinargerð Vernharðs dagsett 15.júlí sl. Samþykkt að úthluta Vernharði lóðinni. Vernharð vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Fundi slitið.