Fara í efni

Kosningar til sveitarstjórna, frv. um breytingu - 149. mál persónukjör

Málsnúmer 0908012

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 487. fundur - 20.08.2009

Lagt fram erindi frá allsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 25. ágúst 2009.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram yfir 17. ársþing SSNV, 21.-22. ágúst nk., en þar mun verða gefin ítarleg kynning á frumvarpinu.