Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Stjórnarfundir SSNV 2009
Málsnúmer 0901049Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) frá 30. júní 2009.
1.1.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
1.2.Siglingaklúbburinn Drangey - umsóknir
Málsnúmer 0905028Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
1.3.Skálabygging á skíðasvæðinu í Tindastóli
Málsnúmer 0906042Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
1.4.Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum, Fljótum
Málsnúmer 0808076Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
1.5.Styrkir v. skiptinema 2009-2010.
Málsnúmer 0907034Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
1.6.Umsókn um styrk 2009 Tómstundahópur RKÍ
Málsnúmer 0905023Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
1.7.Fjárhagsaðstoð 2009 - trúnaðarmál
Málsnúmer 0903011Vakta málsnúmer
Afgreiðsla 146. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 487. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.
2.Félags- og tómstundanefnd - 146
Málsnúmer 0908001FVakta málsnúmer
Fundargerð 146. fundar félags- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 487. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
3.Kosningar til sveitarstjórna, frv. um breytingu - 149. mál persónukjör
Málsnúmer 0908012Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá allsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 149. mál, persónukjör. Óskað er eftir að umsögn berist eigi síðar en 25. ágúst 2009.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram yfir 17. ársþing SSNV, 21.-22. ágúst nk., en þar mun verða gefin ítarleg kynning á frumvarpinu.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins fram yfir 17. ársþing SSNV, 21.-22. ágúst nk., en þar mun verða gefin ítarleg kynning á frumvarpinu.
4.Stjórnarfundir Varmahlíðarstjórnar 2009
Málsnúmer 0904014Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Menningarseturs Skagafirðinga í Varmahlíð, dagsett 30. júní 2009.
5.Þjóðlendukröfur
Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer
Lagður fram til upplýsingar úrskurður óbyggðanefndar, málskotsfrestur. Mál 4/2008 og 5/2008. Frestur til að skjóta úrskurði Óbyggðanefndar til dómstóla er til 21. janúar 2010.
6.Áætlanir um úthlutanir framlaga á árinu 2009
Málsnúmer 0903017Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um framlög úr sjóðnum á árinu 2009.
7.Íslensk börn og efnahagsvandi þjóðarinnar
Málsnúmer 0908024Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá UNICEF Ísland þar sem vakin er athygli á nokkrum atriðum er varða velferð og réttindi íslenskra barna.
8.Rekstur sundlaugarinnar að Sólgörðum, Fljótum
Málsnúmer 0808076Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Guðrúnu Hönnu Halldórsdóttur þar sem mótmælt er harðlega vinnubrögðum frístundasviðs sveitarfélagsins varðandi ráðningu sundlaugarvarða við sundlaugina að Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfritara með hliðsjón af upplýsingum frá íþróttafulltrúa.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Ekki hefur verið nægjanlega vel haldið á málum sem tengjast Sólgarðalaug að undanförnu af hálfu yfirstjórnar sveitarfélagsins. Óánægja Fljótamanna er því skiljanleg."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara bréfritara með hliðsjón af upplýsingum frá íþróttafulltrúa.
Bjarni Jónsson óskar bókað: "Ekki hefur verið nægjanlega vel haldið á málum sem tengjast Sólgarðalaug að undanförnu af hálfu yfirstjórnar sveitarfélagsins. Óánægja Fljótamanna er því skiljanleg."
9.Fjárhagsáætlun 2009
Málsnúmer 0809004Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 146. fundi félags- og tómstundanefnd, þar sem lagt er til við byggðarráð að heimila tilfærslur milli liða innan 06 málaflokksins í samræmi við fyrri tillögur nefndarinnar. Niðurstöðutala málaflokksins er eftir sem áður sú sama 253.584 þús.kr. sem er í samræmi við samþykkta endurskoðaða fjárhagsáætlun.
Byggðarráð samþykkir tilfærslurnar.
Byggðarráð samþykkir tilfærslurnar.
10.Ársþing SSNV 2009, nr. 17
Málsnúmer 0901030Vakta málsnúmer
Sveitarfélagið Skagafjörður á rétt á 12 þingfulltrúum og tólf til vara á 17. ársþing SSNV. Kjörnir hafa verið 11 fulltrúar og jafnmargir til vara.
Gerð er tillaga um að 12. aðalfulltrúi sveitarfélagsins verði fulltrúi Vinstri grænna, Úlfar Sveinsson og Sigurlaug Konráðsdóttir til vara og Gísli Árnason verði varamaður Bjarna Jónssonar í stað Úlfars Sveinssonar.
Samþykkt samhljóða.
Gerð er tillaga um að 12. aðalfulltrúi sveitarfélagsins verði fulltrúi Vinstri grænna, Úlfar Sveinsson og Sigurlaug Konráðsdóttir til vara og Gísli Árnason verði varamaður Bjarna Jónssonar í stað Úlfars Sveinssonar.
Samþykkt samhljóða.
11.Styrkir v. skiptinema 2009-2010.
Málsnúmer 0907034Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 146. fundi félags- og tómstundanefndar þar sem því er beint til byggðarráðs að sjálfboðaliðar og skiptinemar sem hingað koma fái frístundakort sem veitir þeim aðgang að sundlaugum sveitarfélagins og frístundastrætó.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið enda falli verkefnið innan fjárhagsramma málaflokka félags- og tómstundanefndar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið enda falli verkefnið innan fjárhagsramma málaflokka félags- og tómstundanefndar.
Fundi slitið - kl. 11:12.