Fara í efni

Fjárhagsáætlun Atvinnu- og ferðamálanefndar 2010

Málsnúmer 0911012

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd - 54. fundur - 06.11.2009

Lögð fram drög frá sviðsstjóra að fjárhagsáætlun fyrir þá liði sem Atvinnu- og ferðamálanefnd fer með innan málaflokks 13. Meirihluti nefndarinnar samþykkir fyrirliggjandi drög og ákveður að vísa málinu til byggðarráðs.

Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 254. fundur - 10.11.2009

Afgreiðsla 54. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 254. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum. Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 501. fundur - 15.12.2009

Með afgreiðslu vísast til máls 0910021-Fjárhagsáætlun 2010 á dagskrá fundarins.

Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óska bókað að þeir telji að eðlilegt sé við núverandi aðstæður að Skagafjarðarhraðlestin kosti að hálfu launagreiðslur til atvinnufulltrúa sem búið er að taka ákvörðun um að ráða.