Atvinnu- og ferðamálanefnd
1.Sögusetur ísl. hestsins - ósk um samstarfssamning
Málsnúmer 0910132Vakta málsnúmer
2.Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010
Málsnúmer 0910051Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sjávarútvegsráðuneyti dags. 12. okt þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2009-2010. Umsókn hefur þegar verið send ráðuneytinu.
3.Beiðni um framlengingu á samstarfssamningi
Málsnúmer 0910072Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni frá Markaðsskrifstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir framlengingu á samstarfssamningi við Sveitarfélagið Skagafjörð, en núverandi samningur rennur út um áramót. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að leggja drög að nýjum samningi fyrir næsta fund nefndarinnar.
4.Fjárhagsáætlun Atvinnu- og ferðamálanefndar 2010
Málsnúmer 0911012Vakta málsnúmer
Lögð fram drög frá sviðsstjóra að fjárhagsáætlun fyrir þá liði sem Atvinnu- og ferðamálanefnd fer með innan málaflokks 13. Meirihluti nefndarinnar samþykkir fyrirliggjandi drög og ákveður að vísa málinu til byggðarráðs.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.
5.Samningur um uppsetningu á FAB LAB stofu á Sauðárkróki
Málsnúmer 0911013Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar drög að samstarfsamningi milli Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Hátækniseturs Íslands ses.
Fundi slitið - kl. 14:00.
Lagt fram til kynningar erindi frá Sögusetri íslenska hestsins þar sem óskað er eftir samstarfssamningi við sveitarfélagið. Erindinu var vísað til umfjöllunar í nefndinni frá Byggðarráði.