Uppgjör vegna refaveiða
Málsnúmer 0911029
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009
Fram kom tillaga um að ýtreka bókanir byggðaráðs varðandi uppgjör refaveiða.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótmælir þessari einhliða ákvörðun á lækkun framlaga til refaveiða og krefst þess að ríkið endurgreiði að lágmarki útlagðan virðisaukaskatt vegna veiðanna."
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 498. fundar byggðaráðs staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisstofnun þar sem vakin er athygli á því að í frumvarpi til fjárlaga 2010 er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til endurgreiðslu vegna refaveiða. Samkvæmt 4. mgr. 12.gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, er endurgreiðsla kostnaðar vegna refaveiða háð því að fjármunir fáist til þess í fjárlögum.
Byggðarráð mótmælir þessari einhliða ákvörðun á lækkun framlaga til refaveiða og krefst þess að ríkið endurgreiði að lágmarki útlagðan virðisaukaskatt vegna veiðanna.