Lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka á Hofsósi
Málsnúmer 0911068
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 255. fundur - 01.12.2009
Fram kom tillaga um að ýtreka bókanir byggðaráðs varðandi lokun útibús Nýja Kaupþings, nú Arion banka á Hofsósi.
"Sveitarstjórn Skagafjarðar mótmælir áformum um lokun afgreiðslu bankans á Hofsósi, ekki síst í ljósi þess að engin önnur bankaafgreiðsla er á staðnum. Lýsir sveitarstjórn undrun á að gripið sé til þessara aðgerða hjá ríkisbanka stuttu áður en nýir eigendur taki við rekstri hans. Þjónusta bankans hefur haft mikla þýðingu fyrir íbúa svæðisins og bent er á að langt er í næstubankastofnanir. Sveitarstjórn skorar á stjórn bankans að endurskoða þessi áform þar sem þau munu án efa leiða til fækkunar viðskiptavina og ólíklegt að þau skili bankanum þeim fjárhagslega ávinningi sem stefnt er að. Verði lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka að veruleika skorar sveitarstjórn á aðrar bankastofnanir að opna afgreiðslu á staðnum og stuðla þannig að góðri þjónustu við íbúa þessa víðfeðma svæðis."
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Afgreiðsla 498. fundar byggðaráðs staðfest á 255. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Vegna áforma um lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka á Hofsósi ályktar byggðarráð eftirfarandi.
"Byggðarráð mótmælir áformum um lokun afgreiðslu bankans á Hofsósi, ekki síst í ljósi þess að engin önnur bankaafgreiðsla er á staðnum. Lýsir ráðið undrun á að gripið sé til þessara aðgerða hjá ríkisbanka stuttu áður en nýir eigendur taki við rekstri hans. Þjónusta bankans hefur haft mikla þýðingu fyrir íbúa svæðisins og bent er á að langt er í næstu bankastofnanir. Byggðarráð skorar á stjórn bankans að endurskoða þessi áform þar sem þau munu án efa leiða til fækkunar viðskiptavina og ólíklegt að þau skili bankanum þeim fjárhagslega ávinningi sem stefnt er að. Verði lokun afgreiðslu Nýja Kaupþings banka að veruleika skorar byggðarráð á aðrar bankastofnanir að opna afgreiðslu á staðnum og stuðla þannig að góðri þjónustu við íbúa þessa víðfeðma svæðis."