Fara í efni

Sáttmáli til sóknar í skólamálum - lokagreiðsla sveitarfélagsins.

Málsnúmer 0911107

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010

Lagt fram samkomulag um breytingu á greiðslufyrirkomulagi lokagreiðslu vegna Sáttmála til sóknar í skólamálum í Skagafirði. Þar segir m.a.:

"Með vísan til framkominnar óskar um frestun greiðslu ársins 2010 og í ljósi stöðu sáttmálasjóðsins og útborgana úr honum skulu lokagreiðslur allra aðstandenda sáttmálans færast til þannig að þær komi til greiðslu í ársbyrjun 2011 í stað 2010. Aðilar eru sammála um að afar vel hafi tekist til með starfsemi sjóðsins frá upphafi og lýsa yfir ánægju með samstarfið og gang mála. Frestun lokagreiðslu og þar með lenging samningstíma kemur ekki að sök því þó mjög vel gangi að útdeila fjármagni úr sjóðnum til hinna ýmsu þróunarverkefna og annarra viðfangsefna, þá er nægt fjármagn til staðar í honum til þeirra verkefna sem í gangi eru og verkefna sem veitt yrði til á þessu ári. Breytt tímasetning lokagreiðslu tefur því ekki fyrir framgangi þeirra verkefna sem sáttmálasjóðurinn veitir fé til."

Byggðarráð samþykkir framangreint samkomulag.

Páll Dagbjartsson óskar bókað: "Ég tel að sveitarfélagið hefði átt að standa við skuldbindingar sínar eins og upphaflegi samningurinn gerði ráð fyrir. Úr því sem komið er ég sáttur við þessa niðurstöðu."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.