Fara í efni

Ósk um að fá Sólgarðaskóla í Fljótum á leigu sumarið 2010

Málsnúmer 0911109

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 500. fundur - 04.12.2009

Lagt fram bréf frá Erni Þórarinssyni þar sem hann óskar eftir að fá Sólgarðaskóla í Fljótum á leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri líkt og undanfarin ár. Einnig óskar hann eftir að taka svokallað skólastjórahús á Sólgörðum á leigu næsta sumar. Bréfritari tekur fram að honum sé kunnugt um ástand hússins.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur skólastjóra Grunnskólans út að austan og starfsmanni eignasjóðs að ganga til samninga við Örn á svipuðum nótum og undanfarin ár.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 256. fundur - 17.12.2009

Afgreiðsla 500. fundar byggðaráðs staðfest á 256. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.