Hafnarsjóður: Samgönguáætlun 2009-2012, viðskiptaáætlun
Málsnúmer 0912120
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 257. fundur - 19.01.2010
Afgreiðsla 52. fundar umhverfis og samgöngunefndar staðfest á 257. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Tekið fyrir bréf Siglingastofnunar dagsett 15.12.2009 undirritað af Sigurði Áss Grétarssyni og varðar Samgönguáætlun 2009-2012, viðskiptaáætlun hafnarsjóðs. Til stóð að leggja áætlunina fram á Alþingi veturinn 2008-2009 en úr því varð ekki. Nú er þráðurinn tekinn upp aftur. Verkefni hjá Skagafjarðarhöfnum sem Siglingastofnun hefur heimild til að styrkja samkvæmt 24. grein hafnarlaga nr. 61/2003 m.s.b eru lenging Sandfangara í Sauðárkrókshöfn um 30 m og viðhaldsdýpkun í Sauðárkrókshöfn, áætlað 25.000 rúmmetrar. Áætlaður kostnaður við þessi verk er 34 milljónir króna vegna lengingar sandfangara og 19 milljónir króna vegna dýpkunar. Upphæðir eru m. vsk. Samþykkt að óska eftir við Siglingastofnun að í þessi verkefni verði ráðist og sviðsstjóra falið að fylla út viðskiptaáætlun vegna verksins og senda Siglingastofnun. Áætlaður kostnaður Skagafjarðarhafna vegna verkþátta þessara er um 10.7 milljónir króna. Samþykkt að óska eftir við Siglingastofnun að dýptarmæla höfnina.