Fara í efni

Fasteignagjöld - afsláttur

Málsnúmer 1001185

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 503. fundur - 28.01.2010

Lagt fram erindi frá Íbúðalánasjóði þar sem spurt er annars vegar um hvort veittur sé staðgreiðsluafsláttur af fasteignagjöldum ef þau eru greidd öll í einu lagi strax eftir álagningu. Hins vegar er innt eftir hvort sveitarfélagið sé tilbúið til viðræðu um að falla frá s.s. sorphirðugjaldi af íbúðum sem standa auðar.

Byggðarráð hefur ekki samþykkt að veita staðgreiðsluafslætti af fasteignagjöldum og getur því ekki orðið við þeirri beiðni. Sömuleiðis synjar byggðarráð niðurfellingu sorphirðugjalds.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010

Afgreiðsla 503. fundar byggðaráðs staðfest á 258. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.