Hofsstaðir lóð 1 (219174) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1002162
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd - 200. fundur - 24.02.2010
Eigendur Hofsstaða ehf. kt 690307-1110 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Hofsstaða landnúmer 146408, Viðvíkursveit í Skagafirði, sækja með bréfi dagsettu í janúar sl., um leyfi til þess að stofna 13.000 m² þjónustulóð í landi jarðarinnar. Lóðin sem um ræðir er nánar tilgreind á yfirlits-og afstöðuuppdrætti sem unnin er á VSÓ Ráðgjöf. Uppdrátturinn er dagsettur 05.02.2010. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hofsstaðir, landnr. 146408. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu146408. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.