Tillaga að aðalskipulagi fyrir Blönduósbæ 2010 - 2030
Málsnúmer 1003397
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 263. fundur - 18.05.2010
Afgreiðsla 204. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 263. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fyrir fundi skipulags- og byggingarnefndar liggur erindi undirritað af Yngva Þór Loftssyni hjá Landmótun dagsett 30 . mars sl., sem er tillaga að aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, , dagsett 25. mars 2010. Erindið er sent fyrir hönd Blönduósbæjar í samræmi við 17. og 18 grein skipulags-og byggingarlaga. Skipulags-og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vísar til erindis Ágústs Þórs Bragasonar sem dagsett er 10. febrúar sl., fh. Blönduósbæjar þar sem hann m.a. óskar eftir að sýslumörk verði staðfest milli aðila. Nefndin bendir á að sýslumörk milli Blönduósbæjar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru að hluta óljós og að vinna er í gangi milli sveitarfélaganna vegna þessa. Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna að öðru leiti.