Fara í efni

Takmörkun veiða með dragnót - óskað umsagnar

Málsnúmer 1005007

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 517. fundur - 20.05.2010

Lagt fram erindi frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu þar sem óskað er umsagnar um tillögur að takmörkunum á veiðum með dragnót á nokkrum svæðum fyrir Norðurlandi þ.m.t. á Skagafirði, innan línu sem dregin er yfir fjörðinn úr Ásnefi (65°58´05 N.brd og 19°53´0 V.lgd) að vestan, utan við Drangey í norðurenda Þórðarhöfða (65°58´22 N.brd og 19°29´7 V.lgd). Innan þessarar línu verði veiðar með dragnót óheimilar allt árið.

Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir varðandi dragnótaveiðar á Skagafirði sem styðja framangreinda tillögu um takmörkun þeirra.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 517. fundar byggðaráðs staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.