Fara í efni

Víðigrund 24 1h Breyting á baðherbergi

Málsnúmer 1005055

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 517. fundur - 20.05.2010

Lagt fram erindi frá umhverfis- og tæknisviði þar sem óskað er eftir hækkun fjárheimildar um allt að 800 þús.kr., til innanhússbreytinga í fasteign í félagslega íbúðakerfinu.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila þessa framkvæmd og felur embættismönnum að finna leið til fjármagna hana innan fjárhagsáætlunar ársins. Byggðarráð telur rétt að gerð verði áætlun um sambærilegar endurbætur á félagslegu húsnæði sveitarfélagsins þar sem það á við.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 264. fundur - 08.06.2010

Afgreiðsla 517. fundar byggðaráðs staðfest á 264. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.