Fara í efni

Ósk um styrk vegna skólahreysti

Málsnúmer 1007070

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 523. fundur - 29.07.2010

Andrés Guðmundsson sækir um 50.000 kr styrkt fyrir hönd Icefitness ehf, sem stendur fyrir verkefninu Skólahreysti. Verkefnið er í samstarfi við grunnskóla landsins, þar sem markmið er að auka hreyfingu unglinga og barna og gera heilbrigðan og góðan lífstíl eftirsóknarverðan.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla upplýsinga um áhuga og kostnað skólanna í Skagafirði vegna þátttöku í þessu verkefni. Afgreiðslu málsins frestað þar til upplýsingar liggja fyrir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 525. fundur - 19.08.2010

Áður á dagskrá 523. fundar byggðarráðs. Andrés Guðmundsson sækir um 50.000 kr styrkt fyrir hönd Icefitness ehf, sem stendur fyrir verkefninu Skólahreysti. Verkefnið er í samstarfi við grunnskóla landsins, þar sem markmið er að auka hreyfingu unglinga og barna og gera heilbrigðan og góðan lífstíl eftirsóknarverðan. Lagðar fram upplýsingar frá fræðslustjóra um ánægju skólanna með verkefnið.

Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50.000 kr. af fjáhagslið 21890.