Við undirrituð óskum skriflegra svara við eftirfarandi spurningum á næsta fundi byggðaráðs, sem væntanlega verður fimmtudaginn 29. júlí.
1. Hver er ástæða þess að ekki er búið að leggja fram tillögu sveitarstjóra, Guðmundar Guðlaugssonar um heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins, sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl.til nýrrar sveitarstjórnar og tekin var til umfjöllunar í sveitarstjórn 1.júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs.
2. Hvernig líður vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1.júlí sl.
Greinargerð
Mikilvægt er byggðaráð taki strax til umfjöllunar tillögu þess efnis að ráðist verði í heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Eins og fram kemur í greinargerð sem fylgir tillögunni kemur skýrt fram í skýrslum og sem fyrri sveitarstjórn lét vinna vegna áforma um nýbyggingu við Árskóla, að afar brýn þörf er á tiltekt í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, burtséð frá því hvort ráðist yrði í þá framkvæmd eður ei. Það kom einnig fram í skýrslu sveitarstjóra með ársreikningi sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2009 að tekjur sveitarfélagsins hafa verið að lækka umtalsvert og mikilvægt sé að bregðast við þeirri þróun. Það er því ekki hægt að okkar mati að láta hjá líðast að leggja umrædda tillögu fram og mikilvægt að vinna að því að ná fram breiðri samstöðu allra flokka, hvernig best sé að ráðast í þessa mikilvægu vinnu.
Mikilvægt er að milliuppgjör með rekstarniðurstöðu í samanburði við fjárhagsáætlun, uppreiknaðar eignir, skuldir og skuldbindingar og helstu lykiltölur sambærilegar þeim er birtast í ársreikningi hverju sinni, liggi fyrir sem fyrst og verði nýttar til þess að meta stöðu sveitarfélagsins og getu þess til þess að standa við núverandi skuldbindingar og ekki síst til þess að meta getu sveitarfélagsins til þess að stofna til nýrra skuldbindinga s.s. áform um nýbyggingu við Árskóla.
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Magnússon og Sigurjón Þórðarson.
Svar við fyrirspurn Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar dagsettri 26.júlí 2010
1.Vegna fyrirspurnar Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar dagsettri 26. júlí 2010 um ástæður þess að ekki sé búið að leggja fram tillögu Guðmundar Guðlaugssonar sveitastjóra um heildar endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. Júní sl. til nýrrar sveitastjórnar og tekin var til umfjöllunar í sveitastjórn 1. Júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs er vísað til afgreiðslu byggðaráðs á tillögunni þann 29. Júlí þar sem fram kom eftirfarandi:
Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Skagafirði eftir kosningar 2010stendur eftirfarandi:"unnið verður að hagræðingu og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins og hallalausum rekstri m.a. verði skipuð nefnd til að fara yfir leiðir að þeim markmiðum". Er meirihlutanum ljóst mikilvægi þess að slík heildarendurskoðun fari fram og mun henni vera hrint í framkvæmt eins fljótt og auðið er. Að mati meirihlutans er þaðhinsvegar brýnt, þegar farið er slíka vinnu að sá sveitarstjóri sem sitja á út kjörtímabilið sé með frá upphafi og hafi um vinnulagið að segja. Að því leiðir að ekki verður farið af stað með þessa vinnu fyrr en nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn en umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út á 30. júlí næstkomandi. Leggur meirihlutinn því til, í samráði við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og fluttningsmann tillögunnar, að tillögunni verið frestað þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.
2.Varðandi seinni hluta fyrirspurnarinnar um það hvernig liði vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1. júlí sl. þá er staða mála sú að hafin er vinna við milliuppgjörið en vegna sumarleyfa hefur tíminn reynst ódrjúgur.Unnið er að afstemmingum og er sú vinna vel á veg komin.Endurskoðandi sveitarfélagsinsmun koma af fullum þunga í þessa vinnu í ágúst og stefnt er að því að vinnu við uppgjörið ljúki í þeim mánuði.
Svar við fyrirspurn Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar dagsettri 26.júlí 2010
1. Vegna fyrirspurnar Grétu Sjafnar, Jóns Magnússonar og Sigurjóns Þórðarsonar dagsettri 26. júlí 2010 um ástæður þess að ekki sé búið að leggja fram tillögu Guðmundar Guðlaugssonar sveitastjóra um heildar endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins sem vísað var frá fundi sveitarstjórnar þann 8. Júní sl. til nýrrar sveitastjórnar og tekin var til umfjöllunar í sveitastjórn 1. Júlí sl. og þaðan vísað til byggðaráðs er vísað til afgreiðslu byggðaráðs á tillögunni þann 29. Júlí þar sem fram kom eftirfarandi:
Í málefnasamningi Framsóknarflokks og Vinstri grænna í Skagafirði eftir kosningar 2010 stendur eftirfarandi: "unnið verður að hagræðingu og sparnaði í rekstri sveitarfélagsins og hallalausum rekstri m.a. verði skipuð nefnd til að fara yfir leiðir að þeim markmiðum". Er meirihlutanum ljóst mikilvægi þess að slík heildarendurskoðun fari fram og mun henni vera hrint í framkvæmt eins fljótt og auðið er. Að mati meirihlutans er það hinsvegar brýnt, þegar farið er slíka vinnu að sá sveitarstjóri sem sitja á út kjörtímabilið sé með frá upphafi og hafi um vinnulagið að segja. Að því leiðir að ekki verður farið af stað með þessa vinnu fyrr en nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn en umsóknarfrestur um stöðu sveitarstjóra rennur út á 30. júlí næstkomandi. Leggur meirihlutinn því til, í samráði við Guðmund Guðlaugsson sveitarstjóra og fluttningsmann tillögunnar, að tillögunni verið frestað þar til nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn.
2. Varðandi seinni hluta fyrirspurnarinnar um það hvernig liði vinnu endurskoðanda sveitarfélagsins um framkvæmd milliuppgjörs 30.06.2010 fyrir sveitarfélagið og stofnana þess, sbr. samþykkt byggðaráðs 1. júlí sl. þá er staða mála sú að hafin er vinna við milliuppgjörið en vegna sumarleyfa hefur tíminn reynst ódrjúgur. Unnið er að afstemmingum og er sú vinna vel á veg komin. Endurskoðandi sveitarfélagsins mun koma af fullum þunga í þessa vinnu í ágúst og stefnt er að því að vinnu við uppgjörið ljúki í þeim mánuði.
Sauðárkróki 29. júlí 2010