Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafnsins kynnti starfsemi safnsins fyrir nefndinni. Meðal annars var rætt um nýja söfnunarstefnu safnsins, nýtt skipurit safnsins, framtíð sýninga í Minjahúsinu og móttöku ferðamanna í Glaumbæ og Minjahúsi í sumar. Metfjöldi ferðamanna hefur sótt Byggðasafnið í Glaumbæ heim í sumar, þar stefnir í að gestir verði vel yfir 30.000 og á fimmta þúsund gesta hafa sótt Minjahúsið heim þar sem rekin hefur verið upplýsingamiðstöð í sumar.
Einnig var rætt um samstarf safnsins við aðra aðila s.s. Vesturfarasetrið á Hofsósi og Sögusetur íslenska hestsins.
Nefndin felur forstöðumanni Byggðasafnsins að ræða við forsvarsmenn Vesturfarasetursins á Hofsósi um framtíð sýninga og samstarfs milli Byggðasafnsins og Vesturfarasetursins.
Nefndin felur formanni nefndarinnar að taka upp viðræður við rektor Hólaskóla og Menntamálaráðherra um samstarf þessara aðila varðandi rekstur Söguseturs íslenska hestsins.
Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafnsins kynnti starfsemi safnsins fyrir nefndinni. Meðal annars var rætt um nýja söfnunarstefnu safnsins, nýtt skipurit safnsins, framtíð sýninga í Minjahúsinu og móttöku ferðamanna í Glaumbæ og Minjahúsi í sumar. Metfjöldi ferðamanna hefur sótt Byggðasafnið í Glaumbæ heim í sumar, þar stefnir í að gestir verði vel yfir 30.000 og á fimmta þúsund gesta hafa sótt Minjahúsið heim þar sem rekin hefur verið upplýsingamiðstöð í sumar.
Einnig var rætt um samstarf safnsins við aðra aðila s.s. Vesturfarasetrið á Hofsósi og Sögusetur íslenska hestsins.
Nefndin felur forstöðumanni Byggðasafnsins að ræða við forsvarsmenn Vesturfarasetursins á Hofsósi um framtíð sýninga og samstarfs milli Byggðasafnsins og Vesturfarasetursins.
Nefndin felur formanni nefndarinnar að taka upp viðræður við rektor Hólaskóla og Menntamálaráðherra um samstarf þessara aðila varðandi rekstur Söguseturs íslenska hestsins.