Fara í efni

Menningar- og kynningarnefnd

46. fundur 11. ágúst 2010 kl. 13:00 - 16:00 í Áshúsi, Glaumbæ
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1008060Vakta málsnúmer

Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafnsins kynnti starfsemi safnsins fyrir nefndinni. Meðal annars var rætt um nýja söfnunarstefnu safnsins, nýtt skipurit safnsins, framtíð sýninga í Minjahúsinu og móttöku ferðamanna í Glaumbæ og Minjahúsi í sumar. Metfjöldi ferðamanna hefur sótt Byggðasafnið í Glaumbæ heim í sumar, þar stefnir í að gestir verði vel yfir 30.000 og á fimmta þúsund gesta hafa sótt Minjahúsið heim þar sem rekin hefur verið upplýsingamiðstöð í sumar.

Einnig var rætt um samstarf safnsins við aðra aðila s.s. Vesturfarasetrið á Hofsósi og Sögusetur íslenska hestsins.

Nefndin felur forstöðumanni Byggðasafnsins að ræða við forsvarsmenn Vesturfarasetursins á Hofsósi um framtíð sýninga og samstarfs milli Byggðasafnsins og Vesturfarasetursins.

Nefndin felur formanni nefndarinnar að taka upp viðræður við rektor Hólaskóla og Menntamálaráðherra um samstarf þessara aðila varðandi rekstur Söguseturs íslenska hestsins.

2.Sæluvika 2011

Málsnúmer 1008059Vakta málsnúmer

Rætt um Sæluviku, lista- og menningarhátíð í Skagafirði. Nefndin ákveður að Sæluvika 2011 skuli hefjast 1. maí.

3.Málefni Skagasels

Málsnúmer 1008061Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigrúnu Mörtu Gunnarsdóttur þar sem hún tilkynnir að hún muni ekki sækja um framlengingu á samningi við Sveitarfélagið um rekstur Skagasels, en hann rennur út í maí 2011.

Nefndin samþykkir að funda með hússtjórn Skagasels með það fyrir augum að auglýsa í framhaldinu eftir nýjum rekstraraðila fyrir Skagasel. Sviðsstjóra falið að svara erindi Sigrúnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.