Fara í efni

Refaveiðar

Málsnúmer 1010109

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 16.12.2010

Í bréfi frá Umhverfisstofnun 11.október sl kemur fram að ekki er á fjárlögum 2011 gert ráð fyrir framlögum til refaveiða. Landbúnaðarnefnd harmar þau áform og mótmælir þeim. Endanleg afstaða ríkisins liggur ekki fyrir í þessu máli. Landbúnaðarnefnd skorar á fjárveitingarvaldið að endurskoða þá afstöðu sem fram kemur í bréfinu frá 11. október.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Viggó Jónsson leggur fram tillögu um að ítreka bókun landbúnaðarnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar áréttar bókun landbúnaðarnefndar um refaveiðar.

Á fjárlögum ársins 2011 er ekki gert ráð fyrir fjárframlögum til refaveiða.

Sveitarstjórn harmar þau áform og mótmælir þeim. Sveitarstjórn skorar á fjárveitingarvaldið að endurskoða þá afstöðu.

Tillagan borin undir atkvæði,samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 155. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 156. fundur - 13.04.2011

Fyrir liggur að aðeins kemur framlag úr ríkissjóði til minkaveiði, samtals 400.000.- kr. Framlag Sveitarfélagsins til þessa málaflokks eru 5.000.000.- kr. Áætluð skipting fjár í málaflokkinn 2011 er kr. 3.850.000.- til refaveiði og kr. 1.550.000.- til minkaveiði. Samþykkt er að þessi skerðing komi fram á gjaldi fyrir veidd dýr og einnig í minni veiði. Veiðimönnum verður kynnt niðurstaðan og kvótaskiptingin.

Samþykkt að skora á Alþingi að taka til afgreiðslu og samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum um vsk Nr. 50/1998 m.sbr. Samþykkt að nefndin kanni möguleika á að afla frekari gagna og úrvinnslu á fyrirliggjandi gögnum til að sýna gildi refaveiða. Alþingi verður send bókun nefndarinnar vegna þessa liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 156. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með með níu atkvæðum.