FNV - Fundargerðir skólanefndar 2011
Málsnúmer 1101005
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011
Fundargerð skólanefndar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frá 18. október 2011 lögð fram til kynningar á 274. fundi sveitarstjórnar.
Fundargerðir Skólanefndar FNV frá 8. mars og 28. júní 2011 lagðar fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar.
Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar átelur þann drátt sem orðið hefur á skipun í stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Samkvæmt auglýsingu um starfið var gert ráð fyrir að nýr skólameistari tæki til starfa þann 1. ágúst síðastliðinn. Ljóst er að nú þann 23. ágúst þegar skólinn verður settur, hefur ekki verið gengið frá ráðningu nýs skolameistara og hlýtur það að bitna á allri skipulags vinnu, sem er nauðsynlegt til þess að skólastarf geti gengið hnökralaust fyrir sig."
Bjarni Jónsson, tók til máls með leyfi varaforseta, þá Stefán Vagn Stefánsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.