Fara í efni

Grænn apríl

Málsnúmer 1102146

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 548. fundur - 03.03.2011

Lögð fram til kynningar gögn vegna verkefnisins Grænn apríl. Verkefnið er átaksverkefni sem miðar að því að fá ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og vistvæn og leiðir til aukinnar sjálfbærni á Íslandi. Byggðarráð vísar erindinu til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 276. fundur - 22.03.2011

Afgreiðsla 548. fundar byggðaráðs staðfest á 276. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 66. fundur - 14.04.2011

Lagt fram til kynningar bréf frá áhugahópi fólks og stofnaði samtökin GRÆNAN APRÍL, með það að markmiði að hvetja ríkisstjórnina, sveitarstjórnir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að vinna saman að því að gera apríl að Grænum mánuði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 66. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.