Varmahlíðarskóli - starfslýsing skólastjóra
Málsnúmer 1103158
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011
Fundargerð 6. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Samstarfsnefnd Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að auglýst verði eftir nýjum skólastjóra Varmahlíðarskóla, sem taki til starfa í síðasta lagi 1. ágúst 2011. Gerður verður starfssamningur við væntanlegan skólastjóra sem tekur mið af almennum lagalegum skyldum sambærilegra starfa. Jafnframt verður leitað eftir því við nýjan skólastjóra að hann eða staðgengill hans, annist umsjón íþróttamannvirkja í Varmahlíð í að minnsta kosti tólf mánuði við upphaf ráðningartíma. Þessi tími verður notaður til að reyna að ná fram frekari hagræðingu í rekstri sundlaugar og íþróttahúss í Varmahlíð til lengri tíma. Skólastjóri skal hafa náið samstarf við umsjónarmann íþróttamannvirkja í Sveitarfélaginu Skagafirði og vaktstjóra íþróttamannvirkja í Varmahlíð.