Fara í efni

Girðingar meðfram Þverárfjallsvegi

Málsnúmer 1104033

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 156. fundur - 13.04.2011

Á fundi Landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. ágúst 2008. var fjallað um kvartanir og slys sem orðið hafa vegna búfjár á Þverárfjallsvegi, en fjöldi kvartanna vegna búfjár á veginum hefur aukist mjög með aukinni umferð um veginn.

Eftirfarandi bókun var samþykkt á fundinum og send Vegagerðinni.

?Öllum er ljós sá vandi sem er vegna lausagöngu búfjár á Þverárfjallsvegi, bæði meðan sauðfé og hross eru á afrétti en einnig á tímum utan þess, en hluti landsins með veginum eru heimalönd sem búfjáreigendur eru að nýta utan afréttartíma. Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að girða sem allra fyrst með veginum alla leið. Hafa verður samráð við alla aðila á vegsvæðinu og lýsir Landbúnaðarnefnd sig reiðubúna til samstarfs?. Nú er þessi bókun ítrekuð með von um skjótar úrbætur. Minnt á jákvæðar undirtektir Vegagerðarinnar sem fram komu í bréfi dagsettu 27. ágúst 2008.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 66. fundur - 14.04.2011

Lögð var fram á fundinum eftirfarandi bókun fá landbúnaðarnefnd.

?Á fundi Landbúnaðarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 19. ágúst 2008. var fjallað um kvartanir og slys sem orðið hafa vegna búfjár á Þverárfjallsvegi, en fjöldi kvartanna vegna búfjár á veginum hefur aukist mjög með aukinni umferð um veginn.

Eftirfarandi bókun var samþykkt á Landbúnaðarnefndarfundinum þá og send Vegagerðinni.

?Öllum er ljós sá vandi sem er vegna lausagöngu búfjár á Þverárfjallsvegi, bæði meðan sauðfé og hross eru á afrétti en einnig á tímum utan þess, en hluti landsins með veginum eru heimalönd sem búfjáreigendur eru að nýta utan afréttartíma. Landbúnaðarnefnd skorar á Vegagerðina að girða sem allra fyrst með veginum alla leið. Hafa verður samráð við alla aðila á vegsvæðinu og lýsir Landbúnaðarnefnd sig reiðubúna til samstarfs?. Nú er þessi bókun ítrekuð með von um skjótar úrbætur. Minnt á jákvæðar undirtektir Vegagerðarinnar sem fram komu í bréfi dagsettu 27. ágúst 2008?.

Samþykkt að óska formlega eftir við Vegagerðina að Þverárfjallsvegur verði girtur til að stuðla að auknu umferðaröryggi

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 156. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 66. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 77. fundur - 18.09.2012

Umræður um girðingar meðfram Þverárfjallsvegi, fyrri óskir áréttaðar um að Þverárfjallsvegur verði girtur til að stuðla að auknu umferðaröryggi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 293. fundur - 03.10.2012

Afgreiðsla 77. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 293. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.