Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

77. fundur 18. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Harpa Kristinsdóttir aðalm.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Fundinn sátu Magnús V. Jóhannsson og Rúnar Víglundsson frá Vegagerðinni.

1.Strandvegur - þjóðvegur í þéttbýli

Málsnúmer 1010099Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir þeirri nauðsyn að Strandvegurinn komist í "endanlega" planlegu og þar með ljúki því verkefni sem hófst 2003 og tengdist nýrri legu þjóðvegar um Þverárfjall og aðkomu hans að Sauðárkróki frá norðri. Um er að ræða mál sem varðar umferðaröryggi í þéttbýli. Farið yfir stöðu mála, sviðstjóra framkvæmdasviðs og sveitarstjóra falið að ítreka formlega ósk um að þetta sé sett á vegaáætlunarhluta samgönguáætlunar 2013.

2.Girðingar meðfram Þverárfjallsvegi

Málsnúmer 1104033Vakta málsnúmer

Umræður um girðingar meðfram Þverárfjallsvegi, fyrri óskir áréttaðar um að Þverárfjallsvegur verði girtur til að stuðla að auknu umferðaröryggi.

3.Héraðsvegir - Viðhald héraðsvega

Málsnúmer 1209149Vakta málsnúmer

Rætt var ástand héraðsvega í Skagafirði. Umhverfis-og samgöngunefnd skorar á Vegagerðina og Innanríkisráðherra að leggja til aukna fjármuni til viðhalds og bundins slitlags á héraðs- og tengivegum.

4.Reiðleiðir - með vegum

Málsnúmer 1209150Vakta málsnúmer

Umræður um reiðvegi í Skagafirði, reiðvegur meðfram Skagafjarðarvegi verður kláraður.

5.Vegir af vegaskrá

Málsnúmer 1209152Vakta málsnúmer

Sviðsstjóra falið að svara bréfi frá Vegagerðinni um niðurfellingu vega af vegaskrá varðandi Hofsós. Umhverfis-og samgöngunefnd mótmælir tillögu um breytingar. Nefndin leggur áherslu á að skipulagsyfirvöldum sveitarfélagsins sé tilkynnt um breytingar á vegaskrá.

Fundi slitið - kl. 18:00.