Steinn lóð 1 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1108266
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011
Afgreiðsla 227. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 282. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Umsókn um landskipti. Gústav Ferdinand Bentsson kt. 200372-5659 og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir kt. 311273-3379 þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinn land, á Reykjaströnd í Skagafirði, landnr, 208710, sækja með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004, um heimild skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 1.148,0 m² lóð út úr framangreindri jörð. Á lóðinni sem fyrirhugað er að stofna stendur íbúðarhús og bílskúr byggð árið 2007. Lóðin er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 23. ágúst 2011, gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7353, nr S-02. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 208710. Erindið samþykkt.