Tillaga um áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins
Málsnúmer 1109189
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011
"Lagt er til að þeir flokkar eða framboðsaðilar sem fulltrúa eiga í sveitarstjórn en hafa ekki fengið kjörna nefndarmenn í eina eða fleiri fastanefndir sveitarfélagsins geti tilnefnt til eins árs áheyrnarfulltrúa ásamt varamanni til setu í þeim fastanefndum sveitarfélagsins þar sem sá flokkur eða framboðsaðili hefur ekki fengið kjörinn fulltrúa, með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt þessu verði áheyrnarfulltrúar tilnefndir í skipulags- og byggingarnefnd, fræðslunefnd, atvinnu- og ferðamálanefnd, félags- og tómstundanefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, menningar- og kynningarnefnd og landbúnaðarnefnd."
Bjarni Jónsson
Stefán Vagn Stefánsson
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.