Fara í efni

Ósk um leyfi frá nefndarstörfum

Málsnúmer 1109192

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 282. fundur - 20.09.2011

Lagt fram bréf, dags. 15. september 2011, frá Jennýu Ingu Eiðsdóttur, fulltrúa lista VG, þar sem hún óskar eftir leyfi sem aðalmaður í fræðslunefnd og varamaður í Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar frá 20. september 2011 til 1. september 2012. Jenný Inga tók sæti varamanns í Húsnæðissamvinnufélaginu í leyfi Gísla Árnasonar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að verða við erindinu og þakkar Jenný Ingu Eiðsdóttur störf hennar.

Forseti gerir tillögu um að fulltrúar í fræðslunefnd verði; Úlfar Sveinsson og Bjarna Jónsson til vara, og varamaður í Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar verði Arnrún Halla Arnórsdóttir. Fleiri tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.