Fara í efni

Lóðaleigusamningur

Málsnúmer 1111128

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 3. fundur - 01.11.2011

Formaður fór yfir lóðaleigusamning vegna Lindarbrekku í Varmahlíð, en staðið hafa yfir bréfaskipti vegna eignarréttar á lóð. Núverandi eigandi hússins Lindarbrekku, Jónína Hallsdóttir, hefur véfengt eignarhaldið á lóð þar sem enginn leigusamningur lægi fyrir. (Ath. bréfaskriftir hafa farið fram á milli Sveitarfélagins Skagafjarðar og Jónínu Hallsdóttur) Komið hefur í leitirnar lóðaleigusamningur undirritaður af Halli Jónassyni og Halldóri Benediktssyni, dagsettur í desember 1957. Vottað af Gunnari Gíslasyni og Birni Ólafssyni.

Leigutaki, Hallur Jónasson átti að þinglýsa samningnum á sínum tíma en það hafði farist fyrir. Þessum lóðaleigusamningi var svo þinglýst þann 28. október 2011