Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga
1.Lóðaleigusamningur
Málsnúmer 1111128Vakta málsnúmer
Formaður fór yfir lóðaleigusamning vegna Lindarbrekku í Varmahlíð, en staðið hafa yfir bréfaskipti vegna eignarréttar á lóð. Núverandi eigandi hússins Lindarbrekku, Jónína Hallsdóttir, hefur véfengt eignarhaldið á lóð þar sem enginn leigusamningur lægi fyrir. (Ath. bréfaskriftir hafa farið fram á milli Sveitarfélagins Skagafjarðar og Jónínu Hallsdóttur) Komið hefur í leitirnar lóðaleigusamningur undirritaður af Halli Jónassyni og Halldóri Benediktssyni, dagsettur í desember 1957. Vottað af Gunnari Gíslasyni og Birni Ólafssyni.
Leigutaki, Hallur Jónasson átti að þinglýsa samningnum á sínum tíma en það hafði farist fyrir. Þessum lóðaleigusamningi var svo þinglýst þann 28. október 2011
2.Styrkbeiðni vegna Vínartónleika
Málsnúmer 1111021Vakta málsnúmer
Karlakórinn Heimir hefur sent beiðni um styrk vegna Vínartónleika (þrettándatónleika) í Miðgarði við undirleik 8 manna hljómsveitar laugardaginn 14. janúar. Að tónleikunum loknum mun hljómsveitin ( Solon Islandus) þ.e. strengjasveitin leiks undi rdanski hvar dansstjóri mun leiða samkomuna. Samþykkt að styrkja Vínartónleika Karlakórsins Heimis um kr. 500.000 Formanni falið að senda bréf þess efnis.
Fundi slitið.