Fara í efni

Jafnréttisáætlun 2012-2014

Málsnúmer 1201082

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 286. fundur - 25.01.2012

Félags- og tómstundanefnd sem fer með hlutverk jafnréttisnefndar hefur unnið að endurskoðun jafnréttisáætlunar sveitarfélagsins fram til ársins 2014. Drögin hafa verið send til umsagnar helstu fastanefnda sveitarfélagsins og fengið jákvæða umsögn. Tekið hefur verið tillit til ýmissa ábendinga og þær unnar inn í fyrirliggjandi tillögu. Nefndin fól formanni og félagsmálastjóra að ganga frá endanlegu skjali með þeim ábendingum sem fram komu í lokaumfjöllun nefndarinnar.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Sigurjón Þórðarson sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra greiðir þessari áætlun ekki atkvæði sitt. Ég hef ekki orðið var við að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi mismunað einstaklingum á grundvelli kynferðis eða að sveitarfélagið líði með neinum hætti kynbundið ofbeldi. Það er því ekki sérstök ástæða til þess að leggja fram ítarlega áætlun um aðgerðir og mikla fjármuni í verkefnið. Nærtækara væri að sveitarfélagið notaði sína krafta og færi í markvissa vinnu sem miðaði að því að snúa við neikvæðri íbúaþróun í Sveitarfélaginu Skagafirði, en frá árinu 1999 hefur íbúum yngri en fertugt fækkað um 356 á meðan íbúum í sveitarfélaginu hefur fækkað um 103 á sama tímabili.

Bjarni Jónsson tók til máls, með leyfi forseta, þá Stefán Vagn Stefánsson, Þorsteinn Tómas Broddason, Sigurjón Þórðarson og Bjarni Jónsson með leyfi forseta.

Jafnréttisáætlun 2012 - 2014 borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum. Sigurjón Þórðarson óskar bókað að hann sitji hjá.