Átak til að fjölga sumarstörfum
Málsnúmer 1203403
Vakta málsnúmerFramkvæmdaráð Skagafjarðar - 105. fundur - 25.04.2012
Lagt fram bréf frá Vinnumálastofnun þar sem tilkynnt er um að sveitarfélagið fái stuðning frá stofnuninni fyrir fimm sumarstörfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur.
Framkvæmdaráð leggur til að byggðarráð fái þetta erindi til umfjöllunar.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 591. fundur - 03.05.2012
Lagt fram til kynningar bréf frá Vinnumálastofnun, þar sem tilkynnt er um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi fengið úthlutað stuðningi fyrir 5 störfum í sumar, til að styðja við sumarráðningar námsmanna og atvinnuleitenda sem er sami fjöldi og árið 2011. Sveitarfélagið sótti um 20 störf.
Byggðarráð lýsir vonbrigðum með niðurstöðuna þar sem Skagafjörður nýtur ekki þeirrar fjölgunar frá fyrra ári, sem auglýst var af hálfu Vinnumálastofnunar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012
Afgreiðsla 591. fundar byggðaráðs staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Til fundarins komu formaður og varaformaður Byggðarráðs og verkefnastjóri í atvinnumálum til umræðu um átak til að fjölga sumarstörfum í samvinnu við Vinnumálastofnun. Sigfús Ingi, verkefnastjóri mun senda erindi til Vinnumálastofnunar og óska eftir því að sveitarfélagið fái 20 störf úr potti sem Vinnumálastofnun hefur búið til.