Brekka 146018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Málsnúmer 1204103
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012
Afgreiðsla 234. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Auðunn Hálfdanarson sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Gýjarfossnámu, nr. 7011503 í landi Brekku. Áætluð efnistaka er um 8.000 m3. Efnið er ætlað vegna endurbyggingu Hringvegar frá Vatnshlíð að Valadalsá í Skagafirði. Vegurinn verður styrktur og hækkaður vegna snjóalaga, án breytinga á legu vegarins. Erindinu fylgir loftmynd sem sýnir fyrirhugað efnistökusvæði ásamt umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námunni, undirrituð af landeigendum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að fengnum jákvæðum umsögnum Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins sem skila þarf inn til skipulags-og byggingarfulltrúa Skagafjarðar.