Skipulags- og byggingarnefnd
1.Keflavík 146389 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1204152Vakta málsnúmer
2.Varmahlíð (220287) - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1205028Vakta málsnúmer
Páll Dagbjartsson kt. 310848-4849 sækir með bréfi dagsettu 3. maí sl., um að fá úthlutað lóð í Varmahlíðarhverfi fyrir parhús. Skipulags-og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
3.Stóra-Gröf ytri land, land 2 - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 1204097Vakta málsnúmer
Snorri Björn Sigurðsson kt. 230750-2709, þinglýstur eigandi Stóru-Grafar ytri, lands (landnr. 146001) í Skagafirði, sæki um staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar á landamerkjum lóðarinnar, skv. meðfylgjandi yfirlýsingu um ágreiningslaus landamerki og skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7232, dags. 15. mars 2012. Einnig er sótt um heimild til þess að skipta lóð úr landinu, merkt Stóra-Gröf ytri, land 2 á ofangreindum uppdrætti. Lóðin sem skipta á út hefur fengið landnúmerið 220817. Sumarhús með fastanúmerið (214-0289) sem stendur á landinu mun tilheyra lóðinni sem fyrirhugað er að stofna. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
4.Hofsós (218098) - Ræktun lands á Hofsósi
Málsnúmer 1204192Vakta málsnúmer
Fjólmundur Karl B. Traustason kt 0811784109 óska eftir að fá að rækta upp land í landi
Hofsóss. Landið sem um ræðir er sunnan við verkstæðið Pardus, austan garðúrgangsgryfjuna, þ.e. svæðið innan girðingar við gatnamótin inn í Hofsós, ca. 2 1/2. Erindinu hafnað af skipulagsástæðum
5.Óskað eftir athugasemdum
Málsnúmer 1203409Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Iðnaðarráðuneytisins dagsett 23. mars 2012, þar sem vísað er til þingsályktunartillögu frá 1. febrúar 2012 þar sem iðnaðarráðherra í samráði við umhverfisráðherra er falið að skipa nefnd er móti stefnu um lagningu raflína í jörð. Nefndin hvetur þá sem hagsmuna eiga að gæta til að kynna sér tillöguna og senda ábendingar og athugasemdir sem varðað geta mótun stefnu um raflínur í jörð.
6.Ljósmengun og myrkurgæði
Málsnúmer 1204189Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Ljósmengun og myrkurgæði. Erindi Ingu Sigrúnar Atladóttur, forseta bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Vogum, en hún hefur verið skipuð af umhverfisráðuneytinu í starfshóp um myrkurgæði og ljósmengun. Starfshópnum er m.a. að skoða hvort sveitarfélög hafa velt fyrir sér ljósmengun í sveitarfélaginu og hvort einhver umræða hefur átt sér stað um kosti og galla ljósmengunar.
7.Fagraland(212709) - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1203388Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóhanns M. Jóhannssonar kt. 080568-5929, dagsetta 29. mars 2012. Umsókn um byggingu einbýlishús á jörðinni Fagraland (212709) , Hegranesi í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 17. apríl 2012.
8.Húsey (146043)-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1204026Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Magnúsar Indriðasonar kt. 190919-6339, dagsett 12. mars 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti íbúðarhús sem stendur á jörðinni Húsey (146043). Byggingarleyfi veitt 3. apríl 2012.
9.Reykir (146482)- Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1201183Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Páls Pálssonar veitustjóra, f.h. Skagafjarðarveitna kt. 691097-2509, dagsett 19. janúar 2012. Umsókn um leyfi til að byggja undirstöður og koma fyrir borholuhúsum á virkjanasvæði fyrirtækisins í landi Reykja (146482), Hjaltadal. Byggingarleyfi veitt 29. mars 2012.
10.Hafgrímsstaðir (146169)Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Málsnúmer 1205011Vakta málsnúmer
Jón Magnússon sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Hafgrímsstaða í Skagafirði, náma nr. 7520203. Áætluð efnistaka er um 24.000 m3. Efnið er ætlað vegna fyrirhugaðrar breikkunar og styrkingar Hringvegar á 2 km kafla um Vatnsskarð. Umsóknin er einnig undirrituð af Guðmundi Inga Elíssyni kt. 210435-2129 eiganda Hafgrímsstaða. Ekki liggja fyrir gögn sem gera grein fyrir efnistökusvæðinu, né heldur umsagnir Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að fengnum jákvæðum umsögnum Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins sem skila þarf inn til skipulags-og byggingarfulltrúa Skagafjarðar ásamt gögnum sem gera grein fyrir efnistökusvæðinu.
11.Ysti-Mór lóð 146831 - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1204150Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Guðrúnar E. Björnsdóttur kt. 290861-2179 og Guðmundar Sigurbjörnssonar kt. 180263-3739 dagsett 16. apríl 2012. Umsóknin um leyfi fyrir stækkun og endurbótum á núverandi frístunahús á lóðinni Ysti-Mór lóð (146831) í Fljótum, Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 27.04.2012.
12.Laufhóll (146415)- Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1204146Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Eysteins Steingrímssonar kt. 110865-3929 sem dagsett er 16. apríl 2012. Umsóknin um leyfi fyrir stækkun og endurbótum núverandi íbúðarhúss á jörðinni Laufhól (146415) í Viðvíkursveit, Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26.04.2012.
13.Lambeyri (201897)-Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1202210Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar kt. 141156-5009, dagsett 17. febrúar 2012. Umsókn um byggingu geymsluhúss á lóðinni Lambeyri (201897) Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 4. maí 2012.
14.Lambeyri (201897)-Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1202211Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar kt. 141156-5009, dagsett 17. febrúar 2012. Umsókn um byggingu salernis- og snyrtiaðstöðu á lóðinni Lambeyri (201897), Skagafirði. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 4. maí 2012.
15.Lambeyri (201897)-Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1202212Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðriks Rúnars Friðrikssonar kt. 141156-5009, dagsett 17. febrúar 2012. Umsókn um byggingu aðstöðuhúss á lóðinni Lambeyri (201897), Skagafirði. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 4. maí 2012.
16.Hraun 1 og Þangskáli-Beiðni um friðlýsingu
Málsnúmer 1204255Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 24. apríl sl. Beiðni um friðlýsingu æðarvarps á landi jarðanna Hrauns á Skaga, landnúmer 145889 og Þangskála á Skaga, landnúmer 145914. Með bréfi dagsettu 27. apríl sl., staðfesti Skipulags-og byggingarfulltrúi Skagafjarðar með vísan til 2. gr. reglugerðar númer 252/1996 að afstöðu samkvæmt framlögðum uppdrætti sé rétt lýst.
17.Hólar, Ferðaþjónusta - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1204227Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 24. apríl sl., þar sem óskað er umsagnar um endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna á Hólum/Undir Byrðunni. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki þann 25. apríl gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.
18.Aðalskipulag - veglínur
Málsnúmer 1204176Vakta málsnúmer
Aðalskipulag Skagafjarðar. Lagt fram bréf Hreins Haraldssonar vegamálastjóra dagsett 17. apríl sl., þar sem fram kemur að Vegagerðin dregur til baka kröfur um að hugsanlegar veglínur verði sýndar á aðalskipulagi sveitarfélaganna Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. Einnig lögð fram bréf Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra sem dagsett eru 28.11.2011, 03.04.2012 og 13.04.201. Í bréfum umhverfisráðherra kemur fram að í tillögum hans að tólf og fjögurra ára samgönguáætlun sé hvorki gert ráð fyrir flutningi hringvegar frá Blönduósi yfir á nýja Svínvetningabraut né flutningi vegarins til suðurs frá Varmahlíð. Einnig lagt fram bréf. Einnig lagt fram bréf Stefáns Thors skipulagsstjóra dagsett 20. Apríl sl., varðandi málið. Með bréfi dagsettu 18. apríl 2012 fara sveitarfélögin Blönduósbær, Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður þess á leit við Umhverfisráðherra að hann staðfesti aðalskipulag þessara sveitarfélaga með þeirri tillögu sem sveitarfélögin upphaflega gerðu ráð fyrir í aðalskipulagstillögum sínum. Skipulags- og byggingarnefnd fagnar þessari niðurstöðu og að þessum áfanga er náð. Vonast er eftir að umhverfisráðherra staðfesti með undirskrift sinni Aðalskipulag fyrir sveitarfélagið Skagafjörð
19.Brekka 146018 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku.
Málsnúmer 1204103Vakta málsnúmer
Auðunn Hálfdanarson sækir fyrir hönd Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til efnistöku úr Gýjarfossnámu, nr. 7011503 í landi Brekku. Áætluð efnistaka er um 8.000 m3. Efnið er ætlað vegna endurbyggingu Hringvegar frá Vatnshlíð að Valadalsá í Skagafirði. Vegurinn verður styrktur og hækkaður vegna snjóalaga, án breytinga á legu vegarins. Erindinu fylgir loftmynd sem sýnir fyrirhugað efnistökusvæði ásamt umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr námunni, undirrituð af landeigendum. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir erindið að fengnum jákvæðum umsögnum Umhverfisstofnunar og Fornleifaverndar ríkisins sem skila þarf inn til skipulags-og byggingarfulltrúa Skagafjarðar.
20.Reykir 145950 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1204180Vakta málsnúmer
Jón Sigurður Eiríksson kt. 080129-2469, sækir með bréfi dagsettu 18. Apríl 2012 um að fá samþykkta byggingarreiti á landi jarðarinnar Reykja á Reykjaströnd (landnr. 146553) . Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.
Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 72703, dags. 18. apríl 2012.
21.Bræðraá 146512 - Umsókn um byggingarreit.
Málsnúmer 1205029Vakta málsnúmer
Sigurður Aadnegard kt. 091249-2869, Sveinn S Pétursson kt. 250148-4889 og Pétur Vopni Sigurðsson kt.010473-3819, eigendur jarðarinnar Bræðraár sækja um að fá samþykktan byggingarreit Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 verki nr. 7231-1, dags. 2. maí 2012. Byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar fullnægjandi umsagnir liggja fyrir.
22.Neðri-Ás 1(146476)- umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 1204126Vakta málsnúmer
Umsókn um byggingarreit. Erlingur Garðarsson kt. kt. 100259-3979, eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 1, landnúmer 146476, Hjaltadal í Skagafirði, sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir geldneytahúsi á jörðinni. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7159, nr. S02, dagsettur 4. apríl 2012. Erindið samþykkt
23.Hólmagrund 11 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1205059Vakta málsnúmer
Magnús Gunnlaugur Jóhannesson kt. 110468-3429 og Sigrún Fossberg Arnardóttir kt. 041275-3169, eigendur einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 11 við Hólmagrund sækja um leyfi til að byggja við húsið og breyta innra skipulagi þess. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 7621, nr. 101-106, dagsettur 6. maí 2012. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða framkvæmd.
24.Mælifellsá - Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1107111Vakta málsnúmer
Margeir Björnsson kt. 191038-2079, eigandi jarðarinnar Mælifellsár sækir með bréfi dagsettu 20. apríl sl., um að fá að breyta útliti og notkun fjárhúsa á jörðinni.. Samkvæmt framlögðum gögnum er fyrirhugað er að breyta húsinu frístunda og geymsluhús. Skipulags-og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar.
25.Kolkuós-Umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 1104153Vakta málsnúmer
Jón Örn gerði grein fyrir málinu. Skipulags- og byggingarnefnd er þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að ljúka málinu fyrr en eignarhald svæðisins liggur fyrir. Vinna að lausn þess máls er í gangi.
26.Hólavegur 26 - Umsókn um byggingarleyfi.
Málsnúmer 1205013Vakta málsnúmer
Stefán Vagn Stefánsson kt. 170172-5909 eigandi fjölbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 26 við Hólaveg á Sauðárkróki sæki með bréfi dagsettu 27. apríl um sameiningu séreignanna sem hafa fastanúmerin 213-1791 og 213-1792. Einnig sækir hann um leyfi til að byggja við og breyta húsinu samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru af JeES Arkitektum, Jóni S. Einarssyni, kt. 270976-3609. Uppdrættirnir eru dagsettir 15.02.2012. Erindið samþykkt.
27.Hvannahlíð 2-umsókn um breikkun á innkeyrslu
Málsnúmer 1205024Vakta málsnúmer
Hvannahlíð 2-umsókn um framkvæmdaleyfi. Þuríður Elín Þórarinsdóttir kt. 110187-2899 sækir með bréfi dagsettu 3. maí sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 2 við hvannahlíð um 3,0 metra til norðurs yfir gangstétt sveitarfélagsins milli götu og lóðar. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið á grundvelli framlagðra gagna, enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar. Nefndin bendir á að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda. Erindið samþykkt.
28.Háahlíð 7 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 1204197Vakta málsnúmer
Háahlíð 7 (143433) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Jón E. Friðriksson kt. 234054-2789 sækir með bréfi dagsettu 20. apríl sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 7 við Háuhlíð um 1,7 metra til suðurs og 2,0 metra til norðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar samkvæmt framlögðum gögnum. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið, enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar. Nefndin bendir á að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.Erindið samþykkt.
29.Barmahlíð 4 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.
Málsnúmer 1204198Vakta málsnúmer
Barmahlíð 4 (143157) - Umsókn um framkvæmdaleyfi. Marteinn Jónsson kt. 250577-5169 sækir með bréfi dagsettu 20. apríl sl., um leyfi til að breikka innkeyrslu að lóðinni nr. 4 við Barmahlíð um 2,4 metra til suðurs og 2,3 metra til norðurs yfir lagnasvæði sveitarfélagsins milli götu og lóðar samkvæmt framlögðum gögnum. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið, enda verði breikkunin unnin á kostnað umsækjanda undir eftirliti tæknideildar. Nefndin bendir á að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.Erindið samþykkt.
30.Drekahlíð 2 - Lóðarmál
Málsnúmer 1204179Vakta málsnúmer
Gísli Sigurðsson kt. 040764-3219 eigandi einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 2 við Drekahlíð á Sauðárkróki sækir með bréfi dagsettu 18. apríl sl., um stækkun lóðarinnar. Umbeðin stækkun eru 6,0 x 23,5 m, inn á opið svæði Sveitarfélagsins sem liggur vestan lóðarinnar og austan göngustígs sem liggur milli Eskihlíðar og Drekahlíðar. Einnig sækir hann um leyfi fyrir 4,5 m² garðhúsi á lóðinni. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðnum framkvæmdum. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá nýjum lóðarleigusamningi við umsækjanda. Gísli Sigurðsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
31.Fyrirspurn um staðfestingu aðalskipulags
Málsnúmer 1203408Vakta málsnúmer
Fyrirspurnin lögð fram til kynningar. Byggðarráð hefur þegar svarað erindinu.
32.Mælifellsá - Ítrekar höfnun við lagningu háspennulínu
Málsnúmer 1204041Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Margeirs Björnssonar kt. 191038-2079 dagsett 30. mars 2012 varðandi lagningu Blöndulínu 3 um jörðina Mælifellsá þar sem hann hafnar lagningu 220kV háspennulínu um eignarjörð sína, Mælifellsá. Jafnframt áréttar hann bréf sitt um sama málefni sent framkvæmdaaðilum, skipulagsyfirvöldum og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar í júlí 2011.
33.Blöndulína 3 - Mat á umhverfisáhrifum
Málsnúmer 1203322Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf Landsnets hf., Unnar Helgu Kristjánsdóttur dags. 21. mars 2012 um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3. Bréfið varðar Sveitarfélagið sem landeiganda Borgareyjar og Steinsstaða. Frummatsskýrsla var í kynningu frá 21. mars til 3. maí. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur frest til 18. maí til að senda umsögn um frummatsskýrsluna. Skipulags- og byggingarnefnd mun að fengnu staðfestu aðalskipulagi horfa í skipulagsvinnu til niðurstöðu frummatsins.
Fundi slitið - kl. 15:40.
Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Jóhanns M. Jóhannssonar kt. 100145-4569, dagsett 27. apríl 2012. Umsóknin um leyfi fyrir bygginu sauðfjárskýlis á jörðinni Keflavík (146389) í Hegranesi, Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 27.04.2012.