Óskað er umsagnar um þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða
Málsnúmer 1204231
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012
Afgreiðsla 591. fundar byggðaráðs staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagður fram tölvupóstur frá atvinnuveganefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.
Byggðarráð telur vegna stöðu málsins á Alþingi að ekki sé þörf á umsögn um frumvarpið að sinni.
Þorsteinn T. Broddason óskar bókað:
Flokkun virkjanakosta í Jökulsánum í Skagafirði er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins þar sem svæðið við Jökulsárnar er sett í bið, en árétta að forræði og ákvörðunartaka varðandi nýtingu vatnasvæðis Jökulsánna eigi að vera á höndum sveitarfélagsins.