Húsnæðis- og búsetumál fatlaðra - kostnaðaráhrif lagabreytinga
Málsnúmer 1204254
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir fyrirspurn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi búsetu- og húsnæðismál fatlaðs fólks svo og sameiginlegu svari SSNV málefna fatlaðra. Unnið er eftir búsetuáætlun SSNV fyrir árin 2005 - 2012. Stjórn byggðasamlagsins vinnur nú að endurskoðun búsetustefnunnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Málið kynnt.