Skólahald í Skagafirði 2012-2013 og 2013-2014
Málsnúmer 1205089
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 290. fundur - 23.05.2012
Afgreiðsla 78. fundar fræðslunefndar staðfest á 290. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 79. fundur - 20.06.2012
Þann 16. maí s.l. var haldinn fundur með starfsmönnum Grunnskólans austan Vatna og leikskólastjóra Tröllaborgar, þar sem kynntar voru tillögur að breytingum á skólahaldi austan Vatna. Ekki vannst tími til að funda með starfsmönnum leikskólans og foreldrum beggja skólastiganna og er lagt til að fundir með þeim verði haldnir í lok ágúst. Jafnframt er lagt til að hagsmunaaðilum verði gefinn kostur á að koma með breytingatillögur eða nýjar tillögur að fyrirkomulagi skólahalds sem taki gildi skólaárið 2013-2014. Vegna faglegs undirbúnings að breytingum er lögð áhersla á að ákvörðun liggi fyrir ekki síðar en í lok október 2012.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012
Afgreiðsla 79. fundar fræðslunefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Kynntar voru hugmyndir að fyrirkomulagi skólastarfs í Skagafirði til næstu ára.