Fara í efni

Niðurstöður Lífsháttakönnunar 2012

Málsnúmer 1205150

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 186. fundur - 19.06.2012

Frístundastjóri kynnir niðurstöður Lífsháttarkönnunar Frístundasviðs 2012, sem gerð er árlega hjá börnum í 8.9. og 10.bekkjum grunnskólanna í Skagafirði í aprílmánuði. Helstu niðurstöður eru þær að stórlega hefur dregið úr reykingum síðan 2005, 99,3 % reykja ekki, 4,7% segjast hafa orðið drukkin síðustu 30 daga fyrir könnunina, 4% hafa prófað önnur fíkiniefni en áfengi og tóbak. Þá sýnir könnunin að samvera barna og foreldra hefur aukist og færri reyna að komast inn á 16 ára böll án leyfis en nokkru sinni fyrr. Nefndin fagnar góðum árangri sem náðst hefur í forvörnum en leggur áherslu á að halda þurfi þessu öfluga starfi áfram. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 291. fundur - 27.06.2012

Afgreiðsla 186. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 291. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.